Madrídingar endurheimtu toppsætið

Vinicius Junior skoraði bæði mörk Real Madrid í dag.
Vinicius Junior skoraði bæði mörk Real Madrid í dag. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Real Madrid vann sterkan 2-0 sigur er liðið heimsótti Elche í tólftu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum endurheimtu Madrídingar efsta sæti deildarinnar.

Vinicius Junior kom gestunum yfir á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Mariano Diaz og staðan var því 1-0 í hálfleik.

Heimamenn urðu svo fyrir áfalli á 64. mínútu þegar miðjumaðurinn Raul Guti fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Elche þurfti því að spila manni færri seinustu 25 mínútur leiksins.

Madrídingar gengu á lagið og á 73. mínútu tvöfaldaði áðurnefndur Vinicius Junior forystunna, í þetta sinn eftir stoðsendingu frá Luka Modric.

Tíu leikmenn Elche náðu þó að minnka muninn á 86. mínútu með marki frá varamanninum Pere Milla, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð 2-1 sigur Madrídinga.

Real Madrid situr á toppi spænsku deildarinnar með 24 stig eftir ellefu leiki, líkt og Real Sociedad, en er með betri markatölu. Elche situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.