Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 22:03 Heilbrigðisstarfsfólk við vinnu í kórónuveirufaraldrinum. Landspítali/Þorkell Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira