Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 22:03 Heilbrigðisstarfsfólk við vinnu í kórónuveirufaraldrinum. Landspítali/Þorkell Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira