Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 22:03 Heilbrigðisstarfsfólk við vinnu í kórónuveirufaraldrinum. Landspítali/Þorkell Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira