Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2021 17:45 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur möguleika liðsins á að komast upp úr riðlinum góða. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. „Þetta leggst bara vel í mig. Ég held að þetta sé bara fínn riðill og að við séum í ágætis málum,“ sagði Þorsteinn. Fyrstu leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi Manchester City, gegn Belgum 10. júlí og Ítölum 14. júlí. Þorsteinn segist hafa áhyggjur af því að færri Íslendingar komist að en vilja. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn.“ Þorsteinn var svo spurður hvort að hann hefði viljað fá einhvern annan riðil, en hann segist ekki hafa mikla skoðun á því. „Þetta er bara riðillinn sem við lendum í og við bara vinnum út frá því. Auðvitað hefði alltaf verið gaman að spila opnunarleikinn og allt það. En í sjálfu sér snýst þetta bara um að þetta er riðillinn sem við erum í og við einbeitum okkur að því og hættum að láta okkur dreyma um eitthvað annað.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleika Íslands á því að komast upp úr riðlinum? „Við eigum fína möguleika. Við spiluðum tvö hörkuleiki við Ítali í apríl og Frakkarnir eru náttúrulega alltaf sterkir en Belgía er alveg lið sem við eigum að geta unnið líka. Ég tel okkur eiga ágætis möguleika.“ „Við þekkjum orðið ítalska liðið nokkuð vel en það eru held ég komin tvö ár síðan Ísland spilaði seinast við Frakkland og tapaði í erfiðum leik. Frakkarnir eru góðir en við teljum okkur hafa tekið framförum og að við eigum góða möguleika á móti þeim. Belgana veit ég ekkert mjög mikið um en ef maður skoðar hlutina og hvernig þær líta út gagnvart stöðu á einhverjum styrkleikaflokk og við hverja þær hafa verið að spila þá tel ég okkur bara eiga ágætis möguleika á móti þeim,“ sagði Þorsteinn að lokum. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Ég held að þetta sé bara fínn riðill og að við séum í ágætis málum,“ sagði Þorsteinn. Fyrstu leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi Manchester City, gegn Belgum 10. júlí og Ítölum 14. júlí. Þorsteinn segist hafa áhyggjur af því að færri Íslendingar komist að en vilja. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn.“ Þorsteinn var svo spurður hvort að hann hefði viljað fá einhvern annan riðil, en hann segist ekki hafa mikla skoðun á því. „Þetta er bara riðillinn sem við lendum í og við bara vinnum út frá því. Auðvitað hefði alltaf verið gaman að spila opnunarleikinn og allt það. En í sjálfu sér snýst þetta bara um að þetta er riðillinn sem við erum í og við einbeitum okkur að því og hættum að láta okkur dreyma um eitthvað annað.“ En hvernig metur Þorsteinn möguleika Íslands á því að komast upp úr riðlinum? „Við eigum fína möguleika. Við spiluðum tvö hörkuleiki við Ítali í apríl og Frakkarnir eru náttúrulega alltaf sterkir en Belgía er alveg lið sem við eigum að geta unnið líka. Ég tel okkur eiga ágætis möguleika.“ „Við þekkjum orðið ítalska liðið nokkuð vel en það eru held ég komin tvö ár síðan Ísland spilaði seinast við Frakkland og tapaði í erfiðum leik. Frakkarnir eru góðir en við teljum okkur hafa tekið framförum og að við eigum góða möguleika á móti þeim. Belgana veit ég ekkert mjög mikið um en ef maður skoðar hlutina og hvernig þær líta út gagnvart stöðu á einhverjum styrkleikaflokk og við hverja þær hafa verið að spila þá tel ég okkur bara eiga ágætis möguleika á móti þeim,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira