Alfreð loksins tilbúinn og „ljótur sigur“ í kvöld gæti breytt ýmsu Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 14:32 Alfreð Finnbogason kom inn á og spilaði í fimm mínútur gegn Arminia Bielefeld 17. október en hafði þá ekki spilað í þýsku deildinni síðan í maí. Getty/Stefan Puchner Á árinu 2021 hefur Alfreð Finnbogason aðeins þrisvar sinnum verið í byrjunarliði þýska liðsins Augsburg. Nú er hann tilbúinn að byrja leiki á ný, þjálfara sínum til mikillar ánægju. Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira