Innlent

Grunaður um ólöglegan innflutning á slöngum og tarantúlum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn.
Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn. Vísir

Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglu á einstaklingi sem grunaður er um að hafa flutt til landsins án leyfis slöngur, snáka, eðlur og tarantúlur.

Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar þar sem vísað er í að óheimilt sé að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra samkvæmt lögum um innflutning dýra.

Vakin er athygli á að hægt sé að sækja um undanþágu til þessa að flytja inn dýr en tvö leyfi þurfi til þess, eitt frá Umhverfisstofnun og annað frá Matvælastofnun.

Eini innflutningurinn á snákum og tarantúlum sem leyfður hefur verið til Íslands er heimild sem húsdýragarðurinn fékk fyrir 10-15 árum, að því er fram kemur á vef MAST.

Matvælastofnun varar eindregið við ólöglegum innflutningi á dýrum og segir á vef stofnunarinnar að með þeim hætti geti borist hættuleg smitefni til landsins sem ógni heilsu fólks og dýra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.