Innlent

Þrettán nú inni­liggjandi vegna Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Meðalaldur þeirra sem eru inniliggjandi vegna Covid-19 er 52 ár.
Meðalaldur þeirra sem eru inniliggjandi vegna Covid-19 er 52 ár. Vísir/Vilhelm

Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi.

Á vef Landspítalanum segir að allir þeir þrettán sem nú eru inniliggjandi séu fullorðnir og að meðalaldur þeirra sé 52 ár. Tveir eru óbólusettir.

Einn þeirra þrettán sem eru inniliggjandi er á gjörgæslu og er tekið fram að hann sé ekki í öndunarvél.

Alls eru 798 sjúklingar, og þar af 199 börn, í COVID göngudeild spítalans. Nýskráðir þar í gær voru 58 fullorðnir og 22 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, þar sem miðað er við upphafsdag 30. júní 2021, hafa verið 138 verið lagðir inn vegna Covid-19 á Landspítala.


Tengdar fréttir

Sótt­varna­læknir birtir færslur um þróun far­aldursins

Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.