Sóttvarnalæknir birtir færslur um þróun faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2021 21:46 Þórólfur (fyrir miðju) mun iðulega birta stuttar færslur á covid.is. Með honum á myndinni eru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi. Í tilkynningu sem Hjördís Guðmundsóttir, samskiptastjóri almannavarna, sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að færslurnar muni birtast flesta virka daga, en engin sérstök tímasetning verði á þeim. Telur ástæðu til að hafa áhyggjur Í fyrstu færslunni, sem birtist í dag, bendir Þórólfur á að 14 daga nýgengi smita hér á landi sé um 230 á hverja 100.000 íbúa. Það sé með því hæsta sem sést hafi hér á landi frá upphafi faraldursins. „Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4%lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur,“ skrifar Þórólfur. Þá segir hann fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi, og setur hana í samhengi við auknar afléttingar sóttvarnatakmarkana. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.“ Líkt og greint var frá í dag telur sóttvarnalæknir að mögulega sé tilefni til þess að endurskoða fyrirhugaðar allsherjarafléttingar takmarkana, sem stjórnvöld hafa boðað að verði að veruleika 18. nóvember. Þrátt fyrir það hafa bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sagt að ekki sé stefnan að skipta um stefnu, í það minnsta ekki að svo stöddu. Í niðurlagi færslu sinnar hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo síður þurfi að koma til takmarkana á umgengni fólks. „Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Í tilkynningu sem Hjördís Guðmundsóttir, samskiptastjóri almannavarna, sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að færslurnar muni birtast flesta virka daga, en engin sérstök tímasetning verði á þeim. Telur ástæðu til að hafa áhyggjur Í fyrstu færslunni, sem birtist í dag, bendir Þórólfur á að 14 daga nýgengi smita hér á landi sé um 230 á hverja 100.000 íbúa. Það sé með því hæsta sem sést hafi hér á landi frá upphafi faraldursins. „Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4%lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur,“ skrifar Þórólfur. Þá segir hann fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi, og setur hana í samhengi við auknar afléttingar sóttvarnatakmarkana. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.“ Líkt og greint var frá í dag telur sóttvarnalæknir að mögulega sé tilefni til þess að endurskoða fyrirhugaðar allsherjarafléttingar takmarkana, sem stjórnvöld hafa boðað að verði að veruleika 18. nóvember. Þrátt fyrir það hafa bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sagt að ekki sé stefnan að skipta um stefnu, í það minnsta ekki að svo stöddu. Í niðurlagi færslu sinnar hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo síður þurfi að koma til takmarkana á umgengni fólks. „Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16