Aðstoðarkona Clinton segir þingmann hafa ráðist á sig Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 09:15 Huma Abedin (t.v.) með Hillary Clinton (t.h.) í kappræðum forsetaframbjóðendanna í október árið 2016. Vísir/EPA Huma Abedin, einn nánasti ráðgjafi Hillary Clinton, lýsir því hvernig öldungadeildarþingmaður réðst á hana kynferðislega í endurminningum sínum. Atvikið hafi átt sér stað þegar Clinton var í öldungadeildinni á fyrsta áratug þessarar aldar. Abedin nafngreinir hvorki þingmanninn né segir hvaða flokki hann tilheyrir í bókinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún segir þingmanninn hafa boðið sér inn til sín þegar þau gengu samferða eftir kvöldverð. Hann hafi síðan reynt að kysssa hana af krafti. „Ég var svo algerlega slegin, ég ýtti honum af mér. Það eina sem ég vildi var að eyða út síðustu tíu sekúndunum,“ segir Abedin í bókinni sem verður gefin út í næstu viku. Þingmaðurinn hafi beðist afsökunar og borið því við að hann hefði „misskilið“ hana. Hann hafi boðið henni að vera um kyrrt en hún hafi afsakað sig og komið sér út. Þegar Abedin rakst á hann í þinginu nokkrum dögum síðar hafi hann spurt hana hvort þau væru ekki ennþá vinir. Örlagaríkir tölvupóstar úr rannsókn á eiginmanni Abedin Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Wiener, voru miklir örlagavaldar í forsetaframboði Clinton árið 2016. Wiener rústaði ferli sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings með ítrekuðum kynlífshneykslismálum. Rannsókn alríkislögreglu á kynferðislegum samskiptum Wiener við fimmtán ára gamla stúlku skaut upp kollinum á lokametrum kosningabaráttu Clinton og Donalds Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Alríkislögreglan FBI hafði áður rannsakað notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Þeirri rannsókn var lokið án þess að Clinton sætti ákæru. Innan við tveimur vikum fyrir kjördag tilkynnti James Comey, forstjóri FBI, að tölvupóstrannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar frá Clinton og Abedin fundust á tölvu Wiener. Ekkert frekar fannst í þeim tölvupóstum. Stjórnmálaspekingar og Clinton sjálf hafa kennt inngripi Comey um það að hún tapaði fyrir Trump í kosningunum. Trump rak Comey aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti forseta. Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Abedin nafngreinir hvorki þingmanninn né segir hvaða flokki hann tilheyrir í bókinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún segir þingmanninn hafa boðið sér inn til sín þegar þau gengu samferða eftir kvöldverð. Hann hafi síðan reynt að kysssa hana af krafti. „Ég var svo algerlega slegin, ég ýtti honum af mér. Það eina sem ég vildi var að eyða út síðustu tíu sekúndunum,“ segir Abedin í bókinni sem verður gefin út í næstu viku. Þingmaðurinn hafi beðist afsökunar og borið því við að hann hefði „misskilið“ hana. Hann hafi boðið henni að vera um kyrrt en hún hafi afsakað sig og komið sér út. Þegar Abedin rakst á hann í þinginu nokkrum dögum síðar hafi hann spurt hana hvort þau væru ekki ennþá vinir. Örlagaríkir tölvupóstar úr rannsókn á eiginmanni Abedin Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Wiener, voru miklir örlagavaldar í forsetaframboði Clinton árið 2016. Wiener rústaði ferli sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings með ítrekuðum kynlífshneykslismálum. Rannsókn alríkislögreglu á kynferðislegum samskiptum Wiener við fimmtán ára gamla stúlku skaut upp kollinum á lokametrum kosningabaráttu Clinton og Donalds Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Alríkislögreglan FBI hafði áður rannsakað notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Þeirri rannsókn var lokið án þess að Clinton sætti ákæru. Innan við tveimur vikum fyrir kjördag tilkynnti James Comey, forstjóri FBI, að tölvupóstrannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar frá Clinton og Abedin fundust á tölvu Wiener. Ekkert frekar fannst í þeim tölvupóstum. Stjórnmálaspekingar og Clinton sjálf hafa kennt inngripi Comey um það að hún tapaði fyrir Trump í kosningunum. Trump rak Comey aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti forseta.
Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30