Stefna áströlskum stjórnvöldum vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 08:42 Verkamenn bisa við nýjan sjóvarnargarð á Boigu-eyju í Torres-sundi. Fleiri en 250 eyjur eru í sundinu sem skilur að Cape York-skaga Ástralíu og suðurströnd Papúa Nýju-Gíneu. Þær eru á meðal fjölda Kyrrahafseyja sem eru í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu. Vísir/Getty Frumbyggjar á tveimur afskekktum eyjum hafa stefnt áströlsku ríkisstjórninni fyrir að hafa látið hjá liggja að vernda þá fyrir loftslagsbreytingum sem ógna nú heimkynum þeirra. Íbúar eyjanna Boigu og Saibai í Torres-sundi norðan við Ástralíu standa frammi fyrir hættu á sjávarflóðum og að salt spilli jarðvegi vegna aukinna veðuröfga og hækkandi sjávarstöðu sem má rekja til hnattrænnar hlýnunar. Í stefnu þeirra gegn ástralska ríkinu segir að mikil vissa sé fyrir því að eyjarnar séu viðkvæmar fyrir meiriháttar afleiðingum loftslagsbreytinga jafnvel þó að sjávarstaða hækki aðeins lítillega. Paul Kabai er einn tveggja stefnenda. Hann segir þjóð sína hafa búið á eyjunum í meira en 65.000 ár. Íbúarnir gætu þurft að segja skilið við eyjarnar hafi flóðin og óveðrið áfram, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef við verðum loftslagsflóttamenn missum við allt: heimili okkar, menningu okkar, sögur okkar og einkenni,“ segir Kabai. Eyjaskeggjarnir lögðu fram kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota á sambærilegum forsendum fyrir tveimur árum en ekki hefur verið tekin afstaða til hennar. Fyrirmynd stefnunnar er sótt til Hollands þar sem umhverfisverndarhópur fór fyrir málsókn gegn stjórnvöldum. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri skylda til að verja hollenska þegna fyrir loftslagsbreytingum. Ástralía er umsvifamikill kolaframleiðandi og hafa stjórnvöld þar lengi dregið lappirnar og jafnvel þrætt fyrir raunveruleika loftlagsbreytingar. Gagnaleki í síðustu viku varpaði meðal annars ljósi á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa á bak við tjöldin þrýst á Sameinuðu þjóðirnar um að leggja minni áherslu á að ríki heims dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Áströlsk stjórnvöld kynntu áform um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í gær. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Íbúar eyjanna Boigu og Saibai í Torres-sundi norðan við Ástralíu standa frammi fyrir hættu á sjávarflóðum og að salt spilli jarðvegi vegna aukinna veðuröfga og hækkandi sjávarstöðu sem má rekja til hnattrænnar hlýnunar. Í stefnu þeirra gegn ástralska ríkinu segir að mikil vissa sé fyrir því að eyjarnar séu viðkvæmar fyrir meiriháttar afleiðingum loftslagsbreytinga jafnvel þó að sjávarstaða hækki aðeins lítillega. Paul Kabai er einn tveggja stefnenda. Hann segir þjóð sína hafa búið á eyjunum í meira en 65.000 ár. Íbúarnir gætu þurft að segja skilið við eyjarnar hafi flóðin og óveðrið áfram, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef við verðum loftslagsflóttamenn missum við allt: heimili okkar, menningu okkar, sögur okkar og einkenni,“ segir Kabai. Eyjaskeggjarnir lögðu fram kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota á sambærilegum forsendum fyrir tveimur árum en ekki hefur verið tekin afstaða til hennar. Fyrirmynd stefnunnar er sótt til Hollands þar sem umhverfisverndarhópur fór fyrir málsókn gegn stjórnvöldum. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri skylda til að verja hollenska þegna fyrir loftslagsbreytingum. Ástralía er umsvifamikill kolaframleiðandi og hafa stjórnvöld þar lengi dregið lappirnar og jafnvel þrætt fyrir raunveruleika loftlagsbreytingar. Gagnaleki í síðustu viku varpaði meðal annars ljósi á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa á bak við tjöldin þrýst á Sameinuðu þjóðirnar um að leggja minni áherslu á að ríki heims dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Áströlsk stjórnvöld kynntu áform um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í gær.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54
Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54
Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00