Erlent

Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ráðamenn virðast segja eitt fyrir opnum tjöldum og annað á bakvið tjöldin.
Ráðamenn virðast segja eitt fyrir opnum tjöldum og annað á bakvið tjöldin. AP/Charlie Riedel

Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum.

Samkvæmt BBC sýna skjölin hvernig ríki á borð við Sádí Arabíu, Japan og Ástralíu hafa beðið Sameinuðu þjóðirnar um að draga úr áherslunni á að minnka notkun jarðefnaeldsneytis til að takast á við loftslagsvandann. 

Þá sýna skjölin einnig að sumar ríkari þjóðir heims hafa mótmælt því harðlega á bakvið tjöldin að þær þurfi að taka þátt í kostnaði við að hjálpa fátækari löndum heims að snúa sér að grænni orku í meira mæli en nú er. 

Lekinn hefur vakið athygli og verða þessi mál vafalaust til umræðu á loftslagsráðstefnunni sem hefst í Glasgow í næsta mánuði. 

Á ráðstefnunni er búist við að ríki heims verði beðin um að gera enn meira í því að reyna að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu eins og stefnt er að. 

Ljóst er að gögnin sem nú eru komin í dagsljósið sýna að á bakvið tjöldin séu mörg ríki ósátt við að þurfa að taka enn ákveðnari skref í átt að umhverfisvænum valkostum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×