Fótbolti

Ó­trú­legt gengi AC Milan heldur á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Oliver Giroud skoraði eina mark kvöldsins.
Oliver Giroud skoraði eina mark kvöldsins. Jonathan Moscrop/Getty Images

AC Milan lyfti sér upp á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, með 1-0 sigri á Torino í kvöld.

AC Milan hefur byrjað tímabilið hreint út sagt frábærlega og var jafnt Napoli á toppi deildarinnar með 25 stig þegar 9 umferðir voru búnar. Napoli hins vegar með betri markatölu og því í toppsætinu.

Milan hefur oft leikið betur en í kvöld en franski sóknarmaðurinn Oliver Giroud skoraði eina markið á 14. mínútu leiksins eftir sendingu Rade Krunić. Fleiri urðu mörkin ekki að sinni og lokatölur því 1-0 fyrri AC Milan.

Milan hefur nú unnið 9 af 10 fyrstu deildarleikjum sínum á leiktíðinni, eitthvað sem hefur ekki gerst í 67 ár. Milan er sem stendur í efsta sæti með 28 stig, Napoli kemur þar á eftir með 25, Inter er með 18 og Roma 16 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.