Fótbolti

Amanda eftir fyrsta byrjunar­liðs­leikinn: „Sköpuðum fullt af færum“

Runólfur Trausti Þórhallsson og skrifa
Amanda var mikið í boltanum í leik kvöldsins.
Amanda var mikið í boltanum í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm

Amanda Andradóttir lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir íslenska landsliðið er Ísland lagði Kýpur 5-0 í undankeppni HM 2023 í kvöld. Amanda kom mikið við sögu og lagði upp eitt mark. Hún var því eðlilega nokkuð sátt í leikslok.

„Þetta var bara mjög skemmtilegt, að fá að spila á Laugardalsvelli. Svo var frábært að vinna leikinn,“ sagði Amanda kát í leikslok.

Amanda var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði og var nokkuð sátt.

„Fannst bara ganga ágætlega, ég var mikið í boltanum og svona þannig mér fannst leikurinn bara ganga fínt. Við sköpuðum fullt af færum en hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var samt mjög fín frammistaða.“

„Þetta var markmiðið okkar, að fá sex stig og við náðum því,“ sagði Amanda sátt að lokum um markmið landsliðsins fyrir leikina tvo gegn Tékklandi og Kýpur.

Klippa: Viðtal við Amöndu eftir sigur á Kýpur

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.