Fótbolti

Þor­steinn: „Maður vill alltaf fleiri mörk“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í kvöld.
Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var nokkuð sáttur með 5-0 sigur Íslands á Kýpur í undankeppni HM 2023 í kvöld. Hann hefði þó viljað sjá fleiri mörk líta dagsins ljós.

„Við getum farið mjög sátt út úr þessum tveimur leikjum, 5-0 er fín niðurstaða þó maður vilji alltaf meira þá er þetta gott. Mjög gott að enda þessa leiki með 5-0 sigri,“ sagði Þorsteinn í stuttu spjalli beint eftir leik.

„Þetta var bara flott, ég var mjög sáttur með margt. Fyrri hálfleikur gekk betur, í seinni hálfleik áttum við í basli með að opna þær. Við þurfum að laga hluti þegar við erum mikið með boltann, það er vinna sem við munum leggja meira í.“

„Ég lagði upp með að gera allt sem við gætum til að vinna fyrri leikinn og ef það gengi eftir myndi ég gefa leikmönnum tækifæri til að láta ljós sitt skína.“

„Maður vill alltaf fleiri mörk. Ég hefði viljað sjá fleiri sendingar á síðasta þriðjung í seinni hálfleik en er mjög ánægður með að hafa unnið og hafa farið nokkuð þægilega í gegnum þetta verkefni. Þetta var verkefni sem við urðum að fá sex stig úr, það heppnaðist og við það er ég gríðarlega sáttur,“ sagði Þorsteinn að endingu.

Klippa: Viðtal við Þorstein eftir sigur á Kýpur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×