Innlent

Síbrotamaður sem rauf einangrun áfram í varðhaldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landsréttur
Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður rauf einangrun vegna Covid-19 og sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Alls er lögregla með sautján mál tengd manninum til rannsóknar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að farsóttarhúsinu þann 16. september og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll. Var hann síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október.

Kom fram í úrskurði Landsréttar að þegar maðurinn var handtekinn hafði hann verið greindur með Covid-19 þann 9. september og því rofið einangrun.

Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum á dögunum en dómsmál á hendur honum vegna ætlaðra brot hans í nánu sambandi, nytjastulds, þjófnaðar og umferðarlagabrots er til meðferðar hjá héraðsdómi.

Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. nóvember næstkomandi og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Sýndi mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns

Karlmaður sem rauf einangrun vegna Covid-19 sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns þar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla er með fjölmörg mál tengd manninum til meðferðar.

Handtóku Covid-smitaðan mann í mjög annarlegu ástandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að sóttvarnarhúsi í nótt og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×