Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 11:11 Margir hafa lagt leið sína að vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad, suður af miðborg Stokkhólms, til að minnast Einár. AP Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07