Eini eftirlifandi kláfslyssins verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:40 Bilunin kom upp þegar stutt var eftir af um tuttugu mínútna langri ferð kláfferjunnar frá bænum Stresa og upp Mottarone-fjall. Eitan er sá eini sem lifði slysið af. AP Ísraelskir dómstólar hafa úrskurðað að sex ára gamall drengur, sem er eini eftirlifandi kláfferjuslyss sem varð á Ítalíu í maí, verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu eftir að afi hans tók hann með sér til Ísrael. Eitan Biran hafði verið í umsjá föðursystur sinnar á Ítalíu eftir að foreldrar hans, yngri bróðir og ellefu til viðbótar fórust í kláfferjuslysi í norðurhluta Ítalíu í vor. Fréttastofa Reuters greinir frá. Móðurafi drengsins heimsótti hann í síðasta mánuði og án vitneskju frænkunnar tók afinn hann með sér til Sviss þar sem þeirra beið einkaflugvél sem flutti þá til Ísrael. Að sögn frænkunnar telst málið til mannráns og vísaði þar til Haag-samningsins um vernd barna og samvinnu varðandi ætleiðingu milli landa. Þá óskaði hún eftir því við fjölskyldudómstól í Tel Aviv að drengurinn yrði sendur aftur til hennar á Ítalíu. Dómstóllinn úrskurðaði í morgun að Ítalía væri heimili drengsins og ætti hann því að snúa aftur þangað, þar sem hann hafi búið á Ítalíu með foreldrum sínum síðan hann var mánaðargamall. Dómurinn tók ekki til greina röksemdarfærslu afans um að Ísrael væri réttmætt heimili drengsins, en að mati afans var það svo þar sem foreldrarnir hafi ætlað að flytja aftur til Ísrael. Í úrskurðinum segir að ítalskir dómstólar hafi veitt frænkunni forræði yfir drengnum og hafi afinn því brotið á bága við Haag-samninginn. Móðurfjölskylda drengsins hefur sjö daga til að áfrýja dómnum, sem fjölskyldan hyggst gera. Að mati fjölskyldunnar byggði dómurinn eingöngu á því hvernig Eitan var fluttur frá Ítalíu en ekki á því hvað væri best fyrir hann og framtíð hans. Ítalía Ísrael Réttindi barna Tengdar fréttir Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44 Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sjá meira
Eitan Biran hafði verið í umsjá föðursystur sinnar á Ítalíu eftir að foreldrar hans, yngri bróðir og ellefu til viðbótar fórust í kláfferjuslysi í norðurhluta Ítalíu í vor. Fréttastofa Reuters greinir frá. Móðurafi drengsins heimsótti hann í síðasta mánuði og án vitneskju frænkunnar tók afinn hann með sér til Sviss þar sem þeirra beið einkaflugvél sem flutti þá til Ísrael. Að sögn frænkunnar telst málið til mannráns og vísaði þar til Haag-samningsins um vernd barna og samvinnu varðandi ætleiðingu milli landa. Þá óskaði hún eftir því við fjölskyldudómstól í Tel Aviv að drengurinn yrði sendur aftur til hennar á Ítalíu. Dómstóllinn úrskurðaði í morgun að Ítalía væri heimili drengsins og ætti hann því að snúa aftur þangað, þar sem hann hafi búið á Ítalíu með foreldrum sínum síðan hann var mánaðargamall. Dómurinn tók ekki til greina röksemdarfærslu afans um að Ísrael væri réttmætt heimili drengsins, en að mati afans var það svo þar sem foreldrarnir hafi ætlað að flytja aftur til Ísrael. Í úrskurðinum segir að ítalskir dómstólar hafi veitt frænkunni forræði yfir drengnum og hafi afinn því brotið á bága við Haag-samninginn. Móðurfjölskylda drengsins hefur sjö daga til að áfrýja dómnum, sem fjölskyldan hyggst gera. Að mati fjölskyldunnar byggði dómurinn eingöngu á því hvernig Eitan var fluttur frá Ítalíu en ekki á því hvað væri best fyrir hann og framtíð hans.
Ítalía Ísrael Réttindi barna Tengdar fréttir Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44 Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sjá meira
Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29
Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31