Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2021 08:44 Lögregla og björgunaraðilar á vettvangi slyssins í maí. epa/Alessandro Di Marco Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala. Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum. Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum. Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi. Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær. Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað. Ítalía Réttindi barna Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala. Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum. Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum. Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi. Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær. Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað.
Ítalía Réttindi barna Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29
Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31
Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31