Fótbolti

Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska lðið fagnar marki Dagnýjar Brynjarsdóttur - einu af fjórum mörkum Íslands í sigrinum frábæra gegn Tékklandi á föstudag.
Íslenska lðið fagnar marki Dagnýjar Brynjarsdóttur - einu af fjórum mörkum Íslands í sigrinum frábæra gegn Tékklandi á föstudag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur.

„Við erum að spila nýjan leik og þurfum að spila leikinn af sama krafti og sama anda og í síðasta leik. Það eru fáir leikir í þessum riðli svo það þýðir ekkert að mæta með einhverju hálfkáki á morgun,“ segir Þorsteinn en viðtal við hann má sjá hér að neðan.

Klippa: Viðtal við Þorstein fyrir leikinn við Kýpur

Þrjár Evrópuþjóðir slakari

Andstæðingur Íslands á morgun verður hins vegar að teljast slakur, í öllum samanburði. Kýpur er í 126. sæti heimslistans og aðeins þrjár Evrópuþjóðir eru þar fyrir neðan. Liðið tapaði 8-0 í síðasta leik, gegn Hollandi, einnig 8-0 gegn Tékklandi í síðasta mánuði og 4-1 fyrir Hvíta-Rússlandi.

„Það er dugnaður í þessu liði og kraftur. Þær spila agaðan varnarleik, þó að tölurnar gefi það ekki endilega til kynna,“ segir Þorsteinn, greinilega staðráðinn í að koma í veg fyrir værukærð á morgun.

Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í rigningunni á föstudagskvöld þegar Ísland vann Tékkland 4-0.VÍSIR/HULDA MARGRÉT

„Tékkarnir skoruðu 4-5 mörk úr föstum leikatriðum á móti þeim. Hollendingar eru góðir í að komast í gegnum þröng svæði og gerðu það vel á móti Kýpur, komust snemma í 2-0 svo þetta var þægilegra fyrir þær. En við getum ekki nálgast leikinn öðruvísi en þannig að við þurfum að hafa fyrir þessu og vera með hausinn rétt skrúfaðan á,“ segir Þorsteinn og lætur nægja að setja stefnuna á sigur í stað þess að stefna á ákveðinn fjölda skoraðra marka annað kvöld.

Staðan í riðli Íslands, síðustu úrslit og næstu leikir.Vísir

Tengdar fréttir

„Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.