Fótbolti

Hollendingar völtuðu yfir næstu andstæðinga Íslands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jill Roord skoraði þrennu í kvöld.
Jill Roord skoraði þrennu í kvöld. Laurens Lindhout/Getty Images

Holland vann þægilegan 8-0 sigur á Kýpur ytra er liðin mættust í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland mætir Kýpur á þriðjudaginn kemur.

Fyrir fram var ekki búist við spennandi leik í Kýpur í kvöld en Tékkland hafði til að mynda unnið heimakonur 8-0 í undankeppninni. Það kom því ekki á óvart þegar stórstjarnan Vivianne Miedema kom gestunum yfir strax á 3. mínútu leiksins.

Danielle van de Donk tvöfaldað forystuna á 11. mínúut og Jill Roord kom Hollandi í 3-0 átta mínútum síðar. Van de Donk kom að öllum mörkum fyrri hálfleiksins.

Það tók Roord aðeins fjórar mínútur að bæta fjórða markinu við í síðari hálfleik og tveimur mínútum síðar varð Cara Charalambous fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin 5-0.

Roord fullkomnaði þrennu sína á 53. mínútu og staðan orðin 6-0 þegar enn voru 37 mínútur til leiksloka. Joelle Smits bætti við sjöunda marki Hollands undir lok leiks og Merel van Dongen setti skrautið á kökuna með áttunda marki Hollands þegar þrjár mínútur lifðu leiks.

Lokatölur 8-0 og Holland trónir á toppi riðilsins með sjö stig að loknum þremur leikjum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.