Innlent

Féll tvo metra í Raufar­hóls­helli og missti með­vitund

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Raufarhólshelli. Myndin er úr safni.
Úr Raufarhólshelli. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Leiðsögumaður sem var á ferð með hópi ferðamanna í Raufarhólshelli missti meðvitund eftir að hafa fallið niður af palli í hellinum síðasta föstudag.

Lögregla á Suðurlandi segir leiðsögumanninn vara fallið af pallinum um tvo metra, niður í urð.

„Maðurinn virtist hafa sloppið án teljandi meiðsla en fékk aðhlynningu viðbragðsaðila á vettvangi og gekk svo sjálfur út úr hellinum,“ segir á vef lögreglunnar. 

Raufarhólshellir er vinsæll áfangastaður ferðamanna, en á vef hellisins segir að heildarlengd Raufarhólshellisins sé 1.360 metrar og þar af sé aðalhellirinn 900 metrar. Breidd hans er allt að þrjátíu metrum og hæðin allt upp í tíu metrar. Hann sé því einn af stærstu hraunhellum Íslands. Hellirinn myndaðist fyrir um 5.200 árum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.