Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi á tíunda tímanum í gærkvöldi að því er fram kemur í dagbók hennar. Meintur tjónvaldur var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Viðkomandi er grunaður um að hafa ekið á tvær bifreiðar og var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.
Í dagbók lögreglu eru átta mál skráð í gærkvöldi og nótt þar sem grunur var uppi um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira