Fótbolti

Berg­lind Björg: „Nei nei nei, ég skoraði þetta mark“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg fagnar marki sínu með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Berglind Björg fagnar marki sínu með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Vísir/Hulda Margrét

Berglind Björg Þorvaldsdóttir opnaði markareikning Íslands í 4-0 stórsigrinum á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún var eðlilega himinlifandi að leik loknum er hún ræddi við Vísi og Stöð 2.

„Þetta var eiginlega bara frábær leikur. Við mættum vel stemmdar til leiks og kláruðum leikinn vel,“ sagði Berglind Björg aðspurð hvort þetta væri ekki bara eins og best verður á kosið.

Klippa: Viðtal við Berglindi Björgu eftir sigur á Tékkum

„Alltaf gott að skora snemma, það gefur okkur sjálfstraust til að halda áfram og sem betur fer skoruðum við þrjú mörk í viðbót. Við ætlum okkur að fara á HM, við erum ekkert að fela það. Þurftum að vinna leikinn í dag og svo tökum við leikinn á þriðjudaginn (gegn Kýpur).“

Það virðist sem UEFA ætli að skrá mark Berglindar sem sjálfsmark. Framherjinn var ekki að fara kvitta undir það.

„Nei nei nei, ég skoraði þetta mark. Ég potaði undir hana, það er smá snerting,“ sagði Berglind Björg hlægjandi.

„Við eigum eftir að fara yfir Kýpur, Förum yfir það á næstu dögum og mætum vel stemmdar í þann leik,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir að endingu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.