Lúxemborg fyrst í Evrópu til að leyfa ræktun og neyslu kannabisefna Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2021 11:37 Lúxemborg hefur nú leyft ræktun og neyslu kannabisefna, með takmörkunum þó, og er þar með fyrsta Evrópuríkið til að feta þá braut. Íbúar í Lúxemborg mega eiga allt að fjórum kannabisplöntum til eigin nota samkvæmt nýjum lögum sem tilkynnt var um í dag og Guardian segir frá. Með þessu er Lúxemborg fyrsta Evrópulandið til að heimila ræktun og neyslu kannabisefna, en ástæðan baki þessari breytingu er sögð að bönn hafi hingað til ekki haft nein áhrif til þess að draga úr neyslu. Lögin voru í raun samþykkt fyrir um tveimur árum síðan en eru nú fyrst að koma til framkvæmda. Þá verður löglegt að kaupa og selja fræ kannabisplöntunnar, en sala á efnunum sjálfum og neysla á almannafæri verður áfram bönnuð enn sem komið er. Þó verður einnig slakað á lögum og varsla og notkun neysluskammta upp að þremur grömmum er afglæpavædd, það er flokkuð sem minniháttar afbrot. Umræddar reglur eru fyrsta skrefið í frekari tilslökunum sem stefna að því að undirbyggja löglegan markað með ræktun og sölu á kannabisefnum. Er stefnt að því að tekjur ríkisins af löglegri framleiðslu og sölu efnanna verði nýttar til forvarna og meðferðar vegna fíkniefna í víðara samhengi. Lúxemborg er þar með komið í hóp með Kanada, Úrúgvæ og 11 ríkjum í Bandaríkjunum í hópi ríkja sem hafa leyft kannabisneyslu. Holland er jafnan talið til frjálslyndari ríkja í Evrópu í þessum málum, en í raun er neysla, varsla og sala kannabisefna ólögleg þar í landi, en þar ríkir samkomulag um að ekki sé aðhafst í málum innan ákveðinna marka. Lúxemborg Kannabis Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Með þessu er Lúxemborg fyrsta Evrópulandið til að heimila ræktun og neyslu kannabisefna, en ástæðan baki þessari breytingu er sögð að bönn hafi hingað til ekki haft nein áhrif til þess að draga úr neyslu. Lögin voru í raun samþykkt fyrir um tveimur árum síðan en eru nú fyrst að koma til framkvæmda. Þá verður löglegt að kaupa og selja fræ kannabisplöntunnar, en sala á efnunum sjálfum og neysla á almannafæri verður áfram bönnuð enn sem komið er. Þó verður einnig slakað á lögum og varsla og notkun neysluskammta upp að þremur grömmum er afglæpavædd, það er flokkuð sem minniháttar afbrot. Umræddar reglur eru fyrsta skrefið í frekari tilslökunum sem stefna að því að undirbyggja löglegan markað með ræktun og sölu á kannabisefnum. Er stefnt að því að tekjur ríkisins af löglegri framleiðslu og sölu efnanna verði nýttar til forvarna og meðferðar vegna fíkniefna í víðara samhengi. Lúxemborg er þar með komið í hóp með Kanada, Úrúgvæ og 11 ríkjum í Bandaríkjunum í hópi ríkja sem hafa leyft kannabisneyslu. Holland er jafnan talið til frjálslyndari ríkja í Evrópu í þessum málum, en í raun er neysla, varsla og sala kannabisefna ólögleg þar í landi, en þar ríkir samkomulag um að ekki sé aðhafst í málum innan ákveðinna marka.
Lúxemborg Kannabis Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira