Fótbolti

Albert hafði betur í Íslendingaslag Sambandsdeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Jablonec í seinustu umferð Sambandsdeildarinnar með markaskorara kvöldsins, Jesper Karlsson.
Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Jablonec í seinustu umferð Sambandsdeildarinnar með markaskorara kvöldsins, Jesper Karlsson. Soccrates/Getty Images

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar er liðið vann 1-0 sigur gegn Rúnari Má Sigurjónssyni og félögum hans í CFR Cluj í Sambandsdeild Evrópu.

Jesper Karlsson skoraði eina mark leiksins þegar hann kom AZ Alkmaar í 1-0 á 18. mínútu eftir stoðsendingu frá Yukinari Sugawara.

Albert Guðmundsson var tekinn af velli þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka, en Rúnar Már þurfti að gera sér bekkjarsetu að góðu.

Albert og félagar eru nú á toppi D-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki, en Rúnar Már og félagar hans í CFR Cluj reka lestina í riðlinum með aðeins eitt stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.