Fótbolti

Manchester United og West Ham fá sekt frá UEFA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stuðningsmenn Manchester United sáu til þess að félagið þarf að opna veskið.
Stuðningsmenn Manchester United sáu til þess að félagið þarf að opna veskið. Naomi Baker/Getty Images

Ensku knattspyrnufélögin Manchester United og West Ham hafa verið sektuð af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, fyrir slæma hegðun áhorfenda á Evrópuleikjum liðanna.

Stuðningsmenn Manchester United köstuðu hlutum og réðust inn á völlinn er liðið vann 2-1 sigur gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Sektin hljóðar upp á 8.375 evrur.

West ham þarf að teygja sig lengra ofan í veskið, en félagið var sektað um 60.000 evrur. Sektina fær félagið vegna óláta stuðningsmanna beggja liða er West Ham tók á móti Rapid vín í Evrópudeildinni. Áhorfendur leiksins köstuðu hlutum og stuðningsmenn austurríska liðsins stukku yfir tálma sem aðskildu sðtuðnngsmenn liðanna og ögruðu stuðningsmönnum West Ham.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.