Fótbolti

Nara búin að fyrirgefa Icardi og segir áhugasömum konum að halda sig fjarri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wanda Nara virðist vera búin að fyrirgefa Mauro Icardi.
Wanda Nara virðist vera búin að fyrirgefa Mauro Icardi. getty/Claudio Villa

Sápuóperan í kringum Mauro Icardi og Wöndu Nöru virðist hafa endað vel. Svo virðist sem þau séu tekin saman á ný og Nara ætlar að verja eiginmanninn fyrir ásælnum konum.

Ballið virtist búið hjá stjörnuparinu miðað við færslur Nöru samfélagsmiðlum um helgina. Hún sakaði Icardi um að hafa haldið framhjá sér og sagði að hann hefði eyðilagt aðra fjölskyldu. Nara birti svo mynd af sér á Instagram án giftingarhringsins.

Icardi fékk frí frá Paris Saint-Germain til að elta Nöru til Ítalíu með það fyrir augum að bjarga hjónabandinu. Og það virðist hafa tekist, allavega miðað við færslur þeirra á samfélagsmiðlum í gær.

Icardi þakkaði Nöru fyrir að halda áfram að trúa þessa fallegu fjölskyldu og birti mynd af þeim í faðmlögum. Nara birti síðan nokkrar myndir af þeim saman og sagði þeim konum sem hefðu mögulega áhuga á Icardi að gleyma hugmyndinni. „Ég sé um fjölskylduna mína. Frá eiginkonunum, lífinu sjálfu,“ skrifaði Nara við myndirnar.

Icardi missti af leik PSG og RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Samkvæmt RMC Sport hótaði Argentínumaðurinn því að fara frá PSG ef Nara sneri ekki aftur til hans. Hann þurfti þó ekki að grípa til þess örþrifaráðs.

Auk þess að vera eiginkona Icardi er Nara umboðsmaðurinn hans. Þau kynntust þegar Icardi lék með Sampdoria á Ítalíu. Nara var þá gift samherja og samlanda hans, Maxi López. Þau skildu og Icardi og Nara gengu í hjónaband 2014.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.