Innlent

Framvísuðu fölsuðu umboði á lögreglustöð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Heldur sérstök uppákoma átti sér stað á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði í gær, þegar þangað mættu tvær konur til að sækja lykla að bifreið. Sögðu þær lögreglu hafa gert lyklana upptæka þegar önnur þeirra var stöðvuð, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Á lögreglustöðinni framvísuðu konurnar umboði frá eiganda umræddrar bifreiðar, þar sem stóð að hann heimilaði að lyklarnir væru sóttir. Lögreglumaður ákvað þó að hafa samband við eigandann, sem kannaðist ekki við að hafa veitt umrætt umboð fyrir afhendingu lyklanna.

Að símtalinu loknu var konunum tilkynnt að umboðið væri falsað og þær grunaðar um skjalafals. Þá var þeim greint frá því að þær hefðu réttarstöðu sakbornings í málinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjölda fólks í umferðinni í gær, marga fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um óhapp á Þingvallarvegi, þar sem ökumaður hafði misst stjórn á bifreið sinni og ekið á vegrið. 

Engin slys urðu á fólki en bíllinn var mikið skemmdur og flutt af vettvangi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.