Erlent

Eld­gos hafið í Japan

Þorgils Jónsson skrifar
Reykur stígur upp af Aso-fjalli á Kyushu-eyju í morgun. Kyushu er sú syðsta af helstu eyjum japanska eyjaklasans. 
Reykur stígur upp af Aso-fjalli á Kyushu-eyju í morgun. Kyushu er sú syðsta af helstu eyjum japanska eyjaklasans. 

Eldgos hófst í Aso-fjalli á japönsku eyjunni Kyushu í morgun. Öskusúla stígur nú upp frá fjallinu og gjall hefur boristhátt í kílómeter frá gígnum.

Að sögn fréttastofu AP hefur viðbragðsstig hefur verið hækkað og aðvaranir gefnar út fyrir íbúa borgarinnar Aso og tveggja bæja í nágrenninu, en ekki hafa enn borist fréttir af slysum á fólki.

Aso-fjall gýs reglulega og oft hefur orðið mannfall. Árið 1953 létust til að mynda sex manns og hátt í hundrað særðust. Fimm árum síðar létust tólf í öðru gosi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×