Erlent

Þverpólitísk sátt um ávítur á hendur Bannon

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Steve Bannon var um tíma einn helsti ráðgjafi Donald Trump. 
Steve Bannon var um tíma einn helsti ráðgjafi Donald Trump.  Getty/Jabin Botsford

Nefnd þingmanna úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem rannsakar uppþotið og árásina á þinghúsið í Washington í janúar hefur úrskurðað samhljóða að Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Dondalds Trump fyrrverandi forseta, hafi gerst sekur um að sýna þinginu óvirðingu.

Bannon var kallaður fyrir nefndina fyrir nokkru síðan en hefur neitað að mæta. 

Þessi úrskurður nefndarinnar verður nú borinn undir alla fulltrúadeildina og ef hún er sammála gæti dómsmálaráðuneytið ákært hann formlega. Þannig gæti Bannon átt yfir höfði sér árs fangelsi fyrir að mæta ekki fyrir nefndina. 

Nefndin er skipuð sjö Demókrötum og tveimur Repúblikönum og voru allir sammála um úrskurðinn. 

Trump sjálfur hefur margoft hvatt fyrrverandi starfsfólk sitt til þess að mæta ekki fyrir nefndina og stendur sjálfur í málaferlum til að koma í veg fyrir að nefndin fái aðgang að gögnum varðandi málið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.