Innlent

Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla

Heimir Már Pétursson skrifar
Gert er ráð fyrir rúmlega fjögur hundruð íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi á jarðhæðum í þeim húsum sem rísa munu á orkureitnum á næstu árum.
Gert er ráð fyrir rúmlega fjögur hundruð íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi á jarðhæðum í þeim húsum sem rísa munu á orkureitnum á næstu árum. orkureitur.is

Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri.

Samkvæmt deiliskipulagstillögu á húsið framtíð fyrir sér hér á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar en svæðið mun taka miklum breytingum milli Suðurlandsbrautar og Ármúla.

Þannig verður byggt vestan við húsið og austan allt að Grensásveginum upp að Ármúla þar sem lágreist hús víki fyrir þriggja til átta hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fái þó virðingarsess á lóðinni, samkvæmt tilkynningu Reita til Kauphallarinnar.

Á þessari mynd sést hvernig nýja hverfið hringar sig utanum gamla Rafmagnsveituhúsið við Suðurlandsbraut 34.orkureitur.is

Gert væri ráð fyrir að undirritun kaupsamnings og afhending eigi sér stað á fyrsta árfjórðungi næsta árs. Reiturinn liggi við fyrirhugaða Borgarlínu gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni.

Gunnar Thoroddsen stjórnarformaður Íslenskra fasteigna ehf. segir gert ráð fyrir rúmlega fjögur hundruð íbúðum á reitnum. Félagið stefni að því að framkvæmdum ljúki á næstu þremur til fjórum árum en nú sé þess meðal annars beðið að breytingum verði lokið á aðalskipulagi.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.