Fótbolti

Lykilmenn framlengja við Vestra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pétur Bjarnason er uppalinn hjá félaginu.
Pétur Bjarnason er uppalinn hjá félaginu. Mynd/Vestri

Þeir Pétur Bjarnason og Vladimir Tufegdzig, eða Túfa eins og hann er yfirleitt kallaður, hafa framlengt smaningum sínum við knattspyrnufélag Vestra frá Ísafirði.

Báðir eru þeir sóknarmenn, en frá þessu var greint á samfélagsmiðlum Vestra í dag.

Pétur er uppalinn hjá félaginu og lék sinn fyrsta leik árið 2014. Síðan þá hefur hann leikið 154 leiki og skorað í þeim 59 mörk. Hann var markahæsti leikmaður Vestra í sumar, en hamm skoraði 11 mörk í 21 deildarleik.

Túfa hefur spilað með Vestra seinustu tvö tímabil, en hann var næst markahæsti leikmaður liðsins í sumar. Þá lék hann tíu leiki og skoraði í þeim sex mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.