Tvö félög samþykktu ekki bann á neyðarfundi enskra úrvalsdeildarfélaga Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 10:01 Það er nóg til hjá Newcastle eftir yfirtöku Sádi Araba og stuðningsmenn félagsins eru margir glaðbeittir eftir mögur ár í eigendatíð Mike Ashley. Getty/Ian MacNicol Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu í kosningu að banna félögunum 20 í deildinni tímabundið að gera auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum félaganna. Tvö félög samþykktu ekki tillöguna. Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður. Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður.
Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira