Erlent

Nafn­greina grunaðan morðingja þing­mannsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sir David Amess var myrtur á föstudag.
Sir David Amess var myrtur á föstudag. Getty/Kitwood

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska þingmanninn Sir David Amess í Essex á föstudag heitir Ali Harbi Ali og er 25 ára Breti af sómölskum uppruna, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla sem nafngreina hann í dag.

Breska ríkisútvarpið segir Ali hafa setið forvarnarnámskeið vegna öfgaskoðana fyrir nokkrum árum en lögregla hafi ekki veitt honum sérstaka athygli. Hann er ekki sagður hafa setið námskeiðið lengi. 

Þá er Ali, sem handtekinn var í Essex, nú í í haldi lögreglu í Lundúnum á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og hefur lögregla þangað til á föstudag til að yfirheyra hann. Hann er sagður hafa stungið þingmanninn margsinnis á skrifstofu hans í Essex á föstudag.


Tengdar fréttir

Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum

Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása.

Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox

Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær.

Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk

Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.