Innlent

Sprengi­sandur: Efna­hags­mál, kosningar og um­hverfis­mál í brenni­depli

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur.

Karl Gauti Hjaltason er sennilega fyrrverandi þingmaður en hann hefur kært niðurstöður endurtalningar í NV kjördæmi eins og margir aðrir. Það gefur athugasemdum hans margfalt vægi að hann er fyrrverandi sýslumaður og hefur haft umsjón með kosningum og talningu margsinnis og kann þetta kerfi út og inn - formið skiptir jú máli hér. Rætt verður við Karl Gauta í þættinum.

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi alþingismaður spurði fjármálaráðherra áður en þinginu lauk síðast hvort hægt væri að leggja mat á það þann samdrátt í losun sem orsakaðist af margra milljarða árlegum skattaívilnunum til lífeldsneytis og rafbíla. Ráðherra varð að viðurkenna að hann vissi þetta ekki. Til hvers er þá barist? 

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands mætir með Sigríði á Sprengisand og ræða þau málið og fleira í aðdraganda Cop 26 ráðstefnunnar í Glasgow sem hefst eftir hálfan mánuð. 

Hildur Árnadóttir ráðgjafi er síðasti gestur þáttarins, hún hefur umsjón með Jafnvægisvog FKA og sú hefur lítið þokast í rétta átt að mati kvenna í atvinnu- og viðskiptalífinu, enda flögguðu þær í hálfa stöng í vikunni. 

Allt þetta á milli tíu til tólf á Bylgjunni og líka á Vísi í beinni netútsendingu hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×