Erlent

Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mynd af af minningarathöfn Sir David Amess. Undir nafni þingmannsins er texti sem á stendur: „Biðjið fyrir honum, konu hans og fjölskyldu þeirra.“
Mynd af af minningarathöfn Sir David Amess. Undir nafni þingmannsins er texti sem á stendur: „Biðjið fyrir honum, konu hans og fjölskyldu þeirra.“ Getty/Kitwood

Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk.

Lögreglan í London segir að við rannsókn sé miðað við að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Þá hafa möguleg tengsl við „öfga-íslamstrú,“ verið nefnd til sögunnar að því er fram kemur á vef BBC.

Tuttugu og fimm ára gamall Breti af sómölskum uppruna er í haldi, grunaður um verknaðurinn. Yfirvöld telja hann hafa verið einn að verki. Lögregla í Bretlandi biðlar til allra, sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um árásina, að hafa samband.

Sir David Amess hafði verið þingmaður í Bretlandi síðan árið 1983. Hann var giftur og átti fimm börn. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst honum sem einum „góðhjartaðasta, viðkunnalegasta, og blíðasta manni í breskri pólitík.“

Fimm ár síðan þingkona var myrt í Bretlandi

Aðeins fimm ár eru síðan þingkona breska Verkamannaflokksins, Jo Cox, var myrt í Bretlandi. Hún var skotin og stungin til bana á götum Birstall í Bretlandi, eftir að hafa fundað með kjósendum.  Dómstóll í Bretlandi dæmdi hinn 53 ára gamla Thomas  Mair í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.


Tengdar fréttir

Breskur þing­­maður stunginn til bana

Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×