Erlent

Bein útsending: Kínverjar senda þrjá geimfara til geimstöðvarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimförunum verður skotið á loft með Long March-2F eldflaug.
Geimförunum verður skotið á loft með Long March-2F eldflaug. AP/Wang Jiangbo

Þremur geimförum verður í dag skotið á braut um jörðu frá Kína. Þar munu geimfararnir vera í hálft ár að vinna við gerð geimstöðvar Kína. Shenzhou-13 er annað af fjórum mönnuðum geimskotum Kína á meðan verið er að klára geimstöðina.

Þessi hópur geimfara mun verða lengst allra kínverskra geimfara út í geim frá því geimferðir hófust þar. Í hópnum eru Ye Guangfu (41), Zhai Zhigang (55) og Wang Yaping (41).

Sú síðastnefnda verður fyrsta kínverska konan til að fara í geimgöngu. Þetta er í fyrsta sinn sem Ye Guangfu fer út í geim. En Zhai var fyrsti kínverski geimfarinn til að fara í geimgöngu árið 2008.

Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi.

Ye Guangfu, Zhai Zhigang og Wang Yaping.AP/Ju Zhenhua

Samkvæmt frétt ríkismiðilsins CGTN stendur til að skjóta eldflauginni á loft klukkan 16:30 í dag, að íslenskum tíma. Notuð verður Long March-2F eldflaug til að skjóta geimförunum á loft en þetta er fimmta geimskot ársins sem snýr að Tianhe.

Það sem geimfararnir eiga að gera í geimnum er að festa vélarm á geimstöðina og önnur tæki sem nota á við að klára byggingu hennar og bæta við hana. Þau munu einnig tryggja að öll kerfi virki sem skyldi og gera rannsóknir.

Hægt er fylgjast með geimskotinu og aðdraganda þess hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.