Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2021 19:01 Jóhannes Karl Guðjónsson segist vera viss um það að Skagamenn geti unnið Mjólkurbikarinn. Mynd/Skjáskot ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. „Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira
„Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira