Margir úrslitaleikir fram undan Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 16:01 Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo þurfa eru á leið í úrslitaleik gegn Serbum um efsta sæti A-riðils. Getty/Gualter Fatia Þrjú lið hafa nú tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar sem fram fer í nóvember og desember á næsta ári. Fram undan eru því leikir upp á líf og dauða í mörgum riðlum í undankeppninni í Evrópu. Nú er landsleikjunum í Evrópu lokið í bili en þráðurinn verður tekinn upp að nýju 11. nóvember og undankeppninni lýkur 16. nóvember. Þá verður orðið ljóst hvaða lið vinna undanriðlana tíu í Evrópu og fara beint á HM, og hvaða tíu lið fara í umspil ásamt tveimur liðum úr Þjóðadeildinni. Þýskaland, Danmörk og gestgjafar Katar eru einu liðin sem þegar eru örugg um sæti á HM. Þýskaland tryggði sér sigur í J-riðli. Ísland á fjarlægan möguleika á að enda í 2. sæti en þá þurfa nær öll úrslit í síðustu tveimur umferðunum að falla með liðinu. Vegna breytinga á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar mun lokastaða Íslands í þeirri keppni ekki koma liðinu í umspilið. En hvernig er staðan í öðrum riðlum? Það er að minnsta kosti ljóst að spennan verður mikil á mörgum vígstöðvum í nóvember. A-riðill Serbía og Portúgal hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Serbar eru stigi yfir en eiga aðeins einn leik eftir og það er á útivelli gegn Portúgölum, 14. nóvember. Sá leikur verður því úrslitaleikur um efsta sætið en leikur Írlands og Portúgals í Dublin þremur dögum fyrr ræður því hvort Serbíu eða Portúgal mun duga jafntefli í lokaumferðinni. Svíar unnu mikilvægan 2-0 sigur gegn Grikklandi og eiga von um að komast beint á HM.AP/Jessica Gow B-riðill Spánn tekur á móti Svíþjóð í lokaumferð B-riðils og líklegt er að sá leikur verði um efsta sætið. Svíþjóð er tveimur stigum ofar en Spánn og á fyrst eftir útileik við Georgíu en Spánn sækir Grikkland heim. C-riðill Í C-riðli er óeiginlegur úrslitaleikur fram undan 12. nóvember þegar Ítalía tekur á móti Sviss. Með sigri svo gott sem tryggir Ítalía sér sigur í riðlinum því liðin eru bæði með 14 stig en Ítalía með tveimur mörkum betri markatölu. Sviss á svo eftir heimaleik við Búlgaríu en Ítalía útileik við Norður-Írland í lokaumferðinni, svo jafntefli gegn Sviss myndi gagnast Ítölum vel. D-riðill Frakklandi dugar að vinna Kasakstan á heimavelli 13. nóvember til að tryggja sér sigur í riðlinum. Baráttan um 2. sæti er hins vegar hörð á milli Úkraínu (9 stig eftir 7 leiki), Finnlands (8 stig eftir 6 leiki) og Bosníu (7 stig eftir 6 leiki). Bosnía á eftir heimaleiki við Finnland og Úkraínu, og stendur því ef til vill best að vígi. Finnland sækir Frakkland heim í lokaumferðinni. Kylian Mbappé er á leið á HM ef að líkum lætur. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og unnu Þjóðadeildina á sunnudag.Getty/Isabella Bonotto E-riðill Belgía er með pálmann í höndunum á toppi E-riðils og getur klárað dæmið með heimasigri gegn Eistlandi 13. nóvember. Jafntefli væri í raun nóg fyrir Belga sem eiga svo inni útileik við Wales í lokaumferðinni. Tékkland og Wales berjast um 2. sætið, eru jöfn að stigum en Tékkland með tveimur mörkum betri markatölu. Tékkland á aðeins eftir heimaleik við Eistland en Wales á heimaleik við Hvíta-Rússland og svo við Belgíu. Markatala getur því hæglega ráðið úrslitum. F-riðill Danmörk hefur þegar unnið riðilinn eftir að hafa unnið alla átta leiki sína, skorað 27 mörk en ekki fengið eitt einasta mark á sig. Skotar munu líklega landa 2. sætinu en til þess dugar þeim að vinna Moldóvu á útivelli 12. nóvember, eða þá Danmörku á heimavelli í lokaumferðinni. G-riðill Holland (19 stig) og Noregur (17 stig) mætast í Amsterdam í lokaumferðinni 16. nóvember. Norðmenn þurfa fyrst að vinna Lettland á heimavelli til að eiga ekki á hættu að missa Holland of langt fram úr sér en Hollendingar mæta Svartfellingum 13. nóvember. Tyrkland er með 15 stig og gæti náð 2. sætinu en liðið á eftir heimaleik við Gíbraltar og útileik gegn Svartfjallalandi. Hollendingar þurfa líklega að spila úrslitaleik við Noreg um efsta sæti G-riðils.Getty H-riðill Rússland og Króatía enda í tveimur efstu sætunum. Rússar eru tveimur stigum ofar en liðin mætast í Zagreb í lokaumferðinni. Fyrst eiga Rússar heimaleik gegn Kýpur en Króatar sækja Möltu heim, svo fastlega má búast við að Rússum muni duga jafntefli í Zagreb í lokaumferðinni til að tryggja sig inn á HM. I-riðill England (20 stig), Pólland (17 stig) og Albanía (15 stig) eiga enn von um að komast á HM. Englendingar eru í góðum málum og tryggja sig inn á HM með því að vinna Albaníu á heimavelli og San Marínó á útivelli. Pólland á eftir útileik gegn Andorra og heimaleik við Ungverjaland, og er líklegt til að enda í 2. sætinu. J-riðill Þýskaland vann riðilinn eins og fyrr segir en baráttan á milli Rúmeníu (13 stig), Norður-Makedóníu (12 stig) og Armeníu (12 stig) er ótrúlega jöfn. Rúmenar eru í bestum málum en þeir eiga eftir heimaleik við Ísland og útileik gegn Liechtenstein. Norður-Makedónía sækir Armeníu heim og mætir svo Íslandi. Vonin er minnst fyrir Armeníu sem sækir Þýskaland heim í lokaumferðinni. Um veika von Íslands má lesa hér: HM 2022 í Katar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Nú er landsleikjunum í Evrópu lokið í bili en þráðurinn verður tekinn upp að nýju 11. nóvember og undankeppninni lýkur 16. nóvember. Þá verður orðið ljóst hvaða lið vinna undanriðlana tíu í Evrópu og fara beint á HM, og hvaða tíu lið fara í umspil ásamt tveimur liðum úr Þjóðadeildinni. Þýskaland, Danmörk og gestgjafar Katar eru einu liðin sem þegar eru örugg um sæti á HM. Þýskaland tryggði sér sigur í J-riðli. Ísland á fjarlægan möguleika á að enda í 2. sæti en þá þurfa nær öll úrslit í síðustu tveimur umferðunum að falla með liðinu. Vegna breytinga á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar mun lokastaða Íslands í þeirri keppni ekki koma liðinu í umspilið. En hvernig er staðan í öðrum riðlum? Það er að minnsta kosti ljóst að spennan verður mikil á mörgum vígstöðvum í nóvember. A-riðill Serbía og Portúgal hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Serbar eru stigi yfir en eiga aðeins einn leik eftir og það er á útivelli gegn Portúgölum, 14. nóvember. Sá leikur verður því úrslitaleikur um efsta sætið en leikur Írlands og Portúgals í Dublin þremur dögum fyrr ræður því hvort Serbíu eða Portúgal mun duga jafntefli í lokaumferðinni. Svíar unnu mikilvægan 2-0 sigur gegn Grikklandi og eiga von um að komast beint á HM.AP/Jessica Gow B-riðill Spánn tekur á móti Svíþjóð í lokaumferð B-riðils og líklegt er að sá leikur verði um efsta sætið. Svíþjóð er tveimur stigum ofar en Spánn og á fyrst eftir útileik við Georgíu en Spánn sækir Grikkland heim. C-riðill Í C-riðli er óeiginlegur úrslitaleikur fram undan 12. nóvember þegar Ítalía tekur á móti Sviss. Með sigri svo gott sem tryggir Ítalía sér sigur í riðlinum því liðin eru bæði með 14 stig en Ítalía með tveimur mörkum betri markatölu. Sviss á svo eftir heimaleik við Búlgaríu en Ítalía útileik við Norður-Írland í lokaumferðinni, svo jafntefli gegn Sviss myndi gagnast Ítölum vel. D-riðill Frakklandi dugar að vinna Kasakstan á heimavelli 13. nóvember til að tryggja sér sigur í riðlinum. Baráttan um 2. sæti er hins vegar hörð á milli Úkraínu (9 stig eftir 7 leiki), Finnlands (8 stig eftir 6 leiki) og Bosníu (7 stig eftir 6 leiki). Bosnía á eftir heimaleiki við Finnland og Úkraínu, og stendur því ef til vill best að vígi. Finnland sækir Frakkland heim í lokaumferðinni. Kylian Mbappé er á leið á HM ef að líkum lætur. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og unnu Þjóðadeildina á sunnudag.Getty/Isabella Bonotto E-riðill Belgía er með pálmann í höndunum á toppi E-riðils og getur klárað dæmið með heimasigri gegn Eistlandi 13. nóvember. Jafntefli væri í raun nóg fyrir Belga sem eiga svo inni útileik við Wales í lokaumferðinni. Tékkland og Wales berjast um 2. sætið, eru jöfn að stigum en Tékkland með tveimur mörkum betri markatölu. Tékkland á aðeins eftir heimaleik við Eistland en Wales á heimaleik við Hvíta-Rússland og svo við Belgíu. Markatala getur því hæglega ráðið úrslitum. F-riðill Danmörk hefur þegar unnið riðilinn eftir að hafa unnið alla átta leiki sína, skorað 27 mörk en ekki fengið eitt einasta mark á sig. Skotar munu líklega landa 2. sætinu en til þess dugar þeim að vinna Moldóvu á útivelli 12. nóvember, eða þá Danmörku á heimavelli í lokaumferðinni. G-riðill Holland (19 stig) og Noregur (17 stig) mætast í Amsterdam í lokaumferðinni 16. nóvember. Norðmenn þurfa fyrst að vinna Lettland á heimavelli til að eiga ekki á hættu að missa Holland of langt fram úr sér en Hollendingar mæta Svartfellingum 13. nóvember. Tyrkland er með 15 stig og gæti náð 2. sætinu en liðið á eftir heimaleik við Gíbraltar og útileik gegn Svartfjallalandi. Hollendingar þurfa líklega að spila úrslitaleik við Noreg um efsta sæti G-riðils.Getty H-riðill Rússland og Króatía enda í tveimur efstu sætunum. Rússar eru tveimur stigum ofar en liðin mætast í Zagreb í lokaumferðinni. Fyrst eiga Rússar heimaleik gegn Kýpur en Króatar sækja Möltu heim, svo fastlega má búast við að Rússum muni duga jafntefli í Zagreb í lokaumferðinni til að tryggja sig inn á HM. I-riðill England (20 stig), Pólland (17 stig) og Albanía (15 stig) eiga enn von um að komast á HM. Englendingar eru í góðum málum og tryggja sig inn á HM með því að vinna Albaníu á heimavelli og San Marínó á útivelli. Pólland á eftir útileik gegn Andorra og heimaleik við Ungverjaland, og er líklegt til að enda í 2. sætinu. J-riðill Þýskaland vann riðilinn eins og fyrr segir en baráttan á milli Rúmeníu (13 stig), Norður-Makedóníu (12 stig) og Armeníu (12 stig) er ótrúlega jöfn. Rúmenar eru í bestum málum en þeir eiga eftir heimaleik við Ísland og útileik gegn Liechtenstein. Norður-Makedónía sækir Armeníu heim og mætir svo Íslandi. Vonin er minnst fyrir Armeníu sem sækir Þýskaland heim í lokaumferðinni. Um veika von Íslands má lesa hér:
HM 2022 í Katar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira