Eldar fyrir krónprinsinn og fær viðamikla umfjöllun á BBC á sama deginum Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 19:49 Matseðill kvöldsins á Bessastöðum. Vísir Hann hefur verið ágætur, dagurinn hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni kokki og eiganda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum. Á sama degi og matarvefur BBC segir hann vera að umbreyta íslenskri matarhefð sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins Danmerkur á Bessastöðum í kvöld. Fjallað var um Gísla og veitingastað hans á matarvef BBC, en fréttavefur breska ríkisútvarpsins er einn sá víðlesnasti í heiminum. Er Gísli sagður vera í forystusveit matarhreyfingar sem vilji virða íslenska matarhefð, en á sama tíma knýja fram framþróun. Umfjöllun matarvefs BBC er einstaklega ítarleg þar sem farið er vel yfir feril Gísla og veitingastað hans í Eyjum. Gísli situr ekki auðum höndum í kvöld því líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins sem kom til landsins í kvöld ásamt danskri sendinefnd til þess að kynna sér íslensk orkumál. Matseðilinn er ekki af verri endanum líkt og kom fram hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni okkar sem fór yfir matseðilinn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Má þar nefna beltisþara með sveppakremi og reyktri súrmjólk, þorskroð með hvannardufti og loðnuhrogni, hörpuskel með birkismjöri og þaragljáa, svo dæmi séu nefnd. Friðrik krónprins Danmerkur var gestur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.Vísir/Egill „Við hlökkum til að geta sýnt okkar góðu gesti frá Danmörku hvað við höfum upp á að bjóða í vistvænni og umhverfisvænni matseld. Ég efast ekki um að þessar kræsingar munu renna ljúflega niður í maga þeirra,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali við Heimi Má. Guðna hlakkaði til að fá gesti í formlegt kvöldmatarboð, enda langt síðan slíkt hefur verið haldið á Bessastöðum. „Hér hefur ekki verið heimsókn af þessu tagi í vel á annað ár og gaman að taka á móti Friðriki krónprins.“ Matur Forseti Íslands Kóngafólk Danmörk Orkumál Umhverfismál Veitingastaðir Vestmannaeyjar Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Fjallað var um Gísla og veitingastað hans á matarvef BBC, en fréttavefur breska ríkisútvarpsins er einn sá víðlesnasti í heiminum. Er Gísli sagður vera í forystusveit matarhreyfingar sem vilji virða íslenska matarhefð, en á sama tíma knýja fram framþróun. Umfjöllun matarvefs BBC er einstaklega ítarleg þar sem farið er vel yfir feril Gísla og veitingastað hans í Eyjum. Gísli situr ekki auðum höndum í kvöld því líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins sem kom til landsins í kvöld ásamt danskri sendinefnd til þess að kynna sér íslensk orkumál. Matseðilinn er ekki af verri endanum líkt og kom fram hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni okkar sem fór yfir matseðilinn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Má þar nefna beltisþara með sveppakremi og reyktri súrmjólk, þorskroð með hvannardufti og loðnuhrogni, hörpuskel með birkismjöri og þaragljáa, svo dæmi séu nefnd. Friðrik krónprins Danmerkur var gestur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.Vísir/Egill „Við hlökkum til að geta sýnt okkar góðu gesti frá Danmörku hvað við höfum upp á að bjóða í vistvænni og umhverfisvænni matseld. Ég efast ekki um að þessar kræsingar munu renna ljúflega niður í maga þeirra,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali við Heimi Má. Guðna hlakkaði til að fá gesti í formlegt kvöldmatarboð, enda langt síðan slíkt hefur verið haldið á Bessastöðum. „Hér hefur ekki verið heimsókn af þessu tagi í vel á annað ár og gaman að taka á móti Friðriki krónprins.“
Matur Forseti Íslands Kóngafólk Danmörk Orkumál Umhverfismál Veitingastaðir Vestmannaeyjar Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira