Eldar fyrir krónprinsinn og fær viðamikla umfjöllun á BBC á sama deginum Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 19:49 Matseðill kvöldsins á Bessastöðum. Vísir Hann hefur verið ágætur, dagurinn hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni kokki og eiganda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum. Á sama degi og matarvefur BBC segir hann vera að umbreyta íslenskri matarhefð sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins Danmerkur á Bessastöðum í kvöld. Fjallað var um Gísla og veitingastað hans á matarvef BBC, en fréttavefur breska ríkisútvarpsins er einn sá víðlesnasti í heiminum. Er Gísli sagður vera í forystusveit matarhreyfingar sem vilji virða íslenska matarhefð, en á sama tíma knýja fram framþróun. Umfjöllun matarvefs BBC er einstaklega ítarleg þar sem farið er vel yfir feril Gísla og veitingastað hans í Eyjum. Gísli situr ekki auðum höndum í kvöld því líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins sem kom til landsins í kvöld ásamt danskri sendinefnd til þess að kynna sér íslensk orkumál. Matseðilinn er ekki af verri endanum líkt og kom fram hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni okkar sem fór yfir matseðilinn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Má þar nefna beltisþara með sveppakremi og reyktri súrmjólk, þorskroð með hvannardufti og loðnuhrogni, hörpuskel með birkismjöri og þaragljáa, svo dæmi séu nefnd. Friðrik krónprins Danmerkur var gestur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.Vísir/Egill „Við hlökkum til að geta sýnt okkar góðu gesti frá Danmörku hvað við höfum upp á að bjóða í vistvænni og umhverfisvænni matseld. Ég efast ekki um að þessar kræsingar munu renna ljúflega niður í maga þeirra,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali við Heimi Má. Guðna hlakkaði til að fá gesti í formlegt kvöldmatarboð, enda langt síðan slíkt hefur verið haldið á Bessastöðum. „Hér hefur ekki verið heimsókn af þessu tagi í vel á annað ár og gaman að taka á móti Friðriki krónprins.“ Matur Forseti Íslands Kóngafólk Danmörk Orkumál Umhverfismál Veitingastaðir Vestmannaeyjar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Ég heillast af hættunni“ Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Fjallað var um Gísla og veitingastað hans á matarvef BBC, en fréttavefur breska ríkisútvarpsins er einn sá víðlesnasti í heiminum. Er Gísli sagður vera í forystusveit matarhreyfingar sem vilji virða íslenska matarhefð, en á sama tíma knýja fram framþróun. Umfjöllun matarvefs BBC er einstaklega ítarleg þar sem farið er vel yfir feril Gísla og veitingastað hans í Eyjum. Gísli situr ekki auðum höndum í kvöld því líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins sem kom til landsins í kvöld ásamt danskri sendinefnd til þess að kynna sér íslensk orkumál. Matseðilinn er ekki af verri endanum líkt og kom fram hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni okkar sem fór yfir matseðilinn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Má þar nefna beltisþara með sveppakremi og reyktri súrmjólk, þorskroð með hvannardufti og loðnuhrogni, hörpuskel með birkismjöri og þaragljáa, svo dæmi séu nefnd. Friðrik krónprins Danmerkur var gestur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.Vísir/Egill „Við hlökkum til að geta sýnt okkar góðu gesti frá Danmörku hvað við höfum upp á að bjóða í vistvænni og umhverfisvænni matseld. Ég efast ekki um að þessar kræsingar munu renna ljúflega niður í maga þeirra,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali við Heimi Má. Guðna hlakkaði til að fá gesti í formlegt kvöldmatarboð, enda langt síðan slíkt hefur verið haldið á Bessastöðum. „Hér hefur ekki verið heimsókn af þessu tagi í vel á annað ár og gaman að taka á móti Friðriki krónprins.“
Matur Forseti Íslands Kóngafólk Danmörk Orkumál Umhverfismál Veitingastaðir Vestmannaeyjar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Ég heillast af hættunni“ Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira