Gefa sér þann tíma sem þarf Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. Sigurður Ingi sagðist ekki vita hvort þessi vika myndi duga til. Stór alþjóðleg ráðstefna færi fram hér á landi þessa dagana og þau þyrftu að taka einhvern þátt í henni. „Við sjáum til. Við ætlum að gefa okkur þann tíma sem þarf,“ sagði Sigurður Ingi. „Við ætlum að finna lausnir. Það er hluti af áskorun næstu fjögurra ára,“ sagði Sigurður Ingi. „Hluti af loftslagslausninni á næstu fjórum árum eru grænar fjárfestingar sem byggjast á grænni orku. Við erum svo heppin hérna á Íslandi að við erum mjög rík. Annars vegar að orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur.“ Einn hluti af því væri að virkja meira. Sigurður Ingi sagði Ísland til að mynda nýta vind mjög lítið samanborið við Norðurlöndin. Danir væru með um fimm þúsund megavött sem kæmu frá vindmyllum og við værum með rúm tvö. Aðspurður um það að Sjálfstæðisflokknum litist vel á það að fá heilbrigðisráðuneytið sagði Sigurður Ingi að formennirnir myndu ræða það þeirra á milli. Framsóknarflokkurinn hefði lýst því yfir að þau væru tilbúin í þessar viðræður til að sjá hvernig hægt væri leysa úr læðingi nýja krafta á kjörtímabilinu. Þar á meðal með uppskiptingu ráðuneyta. Sigurður Ingi samþykkti að tíminn væri ekki óendanlegur en vísaði á skrítna stöðu á þingi þar sem undirbúningsnefnd fyrir kjörbréfanefndina væri enn að störfum. Hans skoðun væri að skynsamlegast væri að þeim störfum lyki áður en ríkisstjórnarviðræður klárast. Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins sagði Sigurður Ingi það sama og hann sagði í gær. Hann hefði ekki sérstaka skoðun á því að öðru leyti en það virkaði sérstakt að skipta um flokk svo skömmu eftir kosningar. Hann sagði vistaskiptin þó ekki hafa nein áhrif á viðræðurnar. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sigurður Ingi sagðist ekki vita hvort þessi vika myndi duga til. Stór alþjóðleg ráðstefna færi fram hér á landi þessa dagana og þau þyrftu að taka einhvern þátt í henni. „Við sjáum til. Við ætlum að gefa okkur þann tíma sem þarf,“ sagði Sigurður Ingi. „Við ætlum að finna lausnir. Það er hluti af áskorun næstu fjögurra ára,“ sagði Sigurður Ingi. „Hluti af loftslagslausninni á næstu fjórum árum eru grænar fjárfestingar sem byggjast á grænni orku. Við erum svo heppin hérna á Íslandi að við erum mjög rík. Annars vegar að orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur.“ Einn hluti af því væri að virkja meira. Sigurður Ingi sagði Ísland til að mynda nýta vind mjög lítið samanborið við Norðurlöndin. Danir væru með um fimm þúsund megavött sem kæmu frá vindmyllum og við værum með rúm tvö. Aðspurður um það að Sjálfstæðisflokknum litist vel á það að fá heilbrigðisráðuneytið sagði Sigurður Ingi að formennirnir myndu ræða það þeirra á milli. Framsóknarflokkurinn hefði lýst því yfir að þau væru tilbúin í þessar viðræður til að sjá hvernig hægt væri leysa úr læðingi nýja krafta á kjörtímabilinu. Þar á meðal með uppskiptingu ráðuneyta. Sigurður Ingi samþykkti að tíminn væri ekki óendanlegur en vísaði á skrítna stöðu á þingi þar sem undirbúningsnefnd fyrir kjörbréfanefndina væri enn að störfum. Hans skoðun væri að skynsamlegast væri að þeim störfum lyki áður en ríkisstjórnarviðræður klárast. Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins sagði Sigurður Ingi það sama og hann sagði í gær. Hann hefði ekki sérstaka skoðun á því að öðru leyti en það virkaði sérstakt að skipta um flokk svo skömmu eftir kosningar. Hann sagði vistaskiptin þó ekki hafa nein áhrif á viðræðurnar.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40