Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Snorri Másson skrifar 11. október 2021 19:51 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi. Vísir/Vilhelm Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira