678 mínútum á undan pabba og yfir 1.560 mínútum á undan afa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 12:31 Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki sínu á móti Norður Makedóníu. Vísir/Hulda Margrét Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. Annað landsliðsmark Andra Lucasar kom í gær á móti Liechtenstein en hann var þá bara búinn að spila samanlagt 38 mínútur í íslenska landsliðsbúningnum. Andri Lucas hefur enn ekki fengið að byrja með íslenska landsliðinu en mörkin láta ekki á sér standa hjá þessum nítján ára stórefnilega strák. Hann er líka að gera miklu betri en goðsagnirnar í fjölskyldunni og þá er nú mikið sagt enda pabbi og afi hans í hópi bestu knattspyrnumanna sem Ísland hefur eignast. Andri Lucas var 678 mínútum á undan föður sínum Eiði Smára Guðjohnsen í landsliðsmark númer tvö og enn fremur 1.567 mínútum á undan afa sínum Arnóri Guðjohnsen. Meðal þeirra leikmanna sem hafa skorað tíu mörk eða fleiri fyrir íslenska landsliðið þá var Tryggvi Guðmundsson fljótastur í mark númer tvö. Tryggvi skoraði í fyrstu tveimur landsleikjum sínum þar af annað markið átta mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Liechtenstein í undankeppni HM 1998. Næstur á eftir Tryggva er Ríkharður Jónsson sem skoraði tvennu í sínum öðrum landsleik og beið því bara í 178 mínútur eftir marki númer tvö. Ríkharður átti markametið í 59 ár. Kolbeinn Sigþórsson, sem nú deilir markametinu með Eiði Smára, var 191 mínútu að skora sitt annað landsliðsmark. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir alla tíu marka menn íslenska landsliðsins og hversu langan leiktíma það tók þá að skora sitt annað landsliðsmark. Styðsta bið eftir sínu öðru landsliðsmarki meðal leikmanna með tíu mörk eða fleiri: 53 mínútur - Tryggvi Guðmundsson í sínum öðrum landsleik 178 mínútur - Ríkharður Jónsson í sínum öðrum landsleik 191 mínúta - Kolbeinn Sigþórsson í sínum þriðja landsleik 203 mínútur - Alfreð Finnbogason í sínum sjöunda landsleik 450 mínútur - Matthías Hallgrímsson í sínum sjötta landsleik 503 mínútur - Eyjólfur Sverrisson í sínum sjöunda landsleik 550 mínútur - Þórður Guðjónsson í sínum níunda landsleik 572 mínútur - Helgi Sigurðsson í sínum þrettánda landsleik 619 mínútur - Ríkharður Daðason í sínum fjórtánda landsleik 716 mínútur - Eiður Smári Guðjohnsen í sínum ellefta landsleik 955 mínútur - Pétur Pétursson í sínum ellefta landsleik 987 mínútur - Birkir Bjarnason í sínum sextánda landsleik 1.131 mínúta - Gylfi Þór Sigurðsson í sínum þrettánda landsleik 1.141 mínúta - Heiðar Helguson í sínum 23. landsleik 1.605 mínútur - Arnór Guðjohnsen í sínum nítjánda landsleik HM 2022 í Katar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Annað landsliðsmark Andra Lucasar kom í gær á móti Liechtenstein en hann var þá bara búinn að spila samanlagt 38 mínútur í íslenska landsliðsbúningnum. Andri Lucas hefur enn ekki fengið að byrja með íslenska landsliðinu en mörkin láta ekki á sér standa hjá þessum nítján ára stórefnilega strák. Hann er líka að gera miklu betri en goðsagnirnar í fjölskyldunni og þá er nú mikið sagt enda pabbi og afi hans í hópi bestu knattspyrnumanna sem Ísland hefur eignast. Andri Lucas var 678 mínútum á undan föður sínum Eiði Smára Guðjohnsen í landsliðsmark númer tvö og enn fremur 1.567 mínútum á undan afa sínum Arnóri Guðjohnsen. Meðal þeirra leikmanna sem hafa skorað tíu mörk eða fleiri fyrir íslenska landsliðið þá var Tryggvi Guðmundsson fljótastur í mark númer tvö. Tryggvi skoraði í fyrstu tveimur landsleikjum sínum þar af annað markið átta mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Liechtenstein í undankeppni HM 1998. Næstur á eftir Tryggva er Ríkharður Jónsson sem skoraði tvennu í sínum öðrum landsleik og beið því bara í 178 mínútur eftir marki númer tvö. Ríkharður átti markametið í 59 ár. Kolbeinn Sigþórsson, sem nú deilir markametinu með Eiði Smára, var 191 mínútu að skora sitt annað landsliðsmark. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir alla tíu marka menn íslenska landsliðsins og hversu langan leiktíma það tók þá að skora sitt annað landsliðsmark. Styðsta bið eftir sínu öðru landsliðsmarki meðal leikmanna með tíu mörk eða fleiri: 53 mínútur - Tryggvi Guðmundsson í sínum öðrum landsleik 178 mínútur - Ríkharður Jónsson í sínum öðrum landsleik 191 mínúta - Kolbeinn Sigþórsson í sínum þriðja landsleik 203 mínútur - Alfreð Finnbogason í sínum sjöunda landsleik 450 mínútur - Matthías Hallgrímsson í sínum sjötta landsleik 503 mínútur - Eyjólfur Sverrisson í sínum sjöunda landsleik 550 mínútur - Þórður Guðjónsson í sínum níunda landsleik 572 mínútur - Helgi Sigurðsson í sínum þrettánda landsleik 619 mínútur - Ríkharður Daðason í sínum fjórtánda landsleik 716 mínútur - Eiður Smári Guðjohnsen í sínum ellefta landsleik 955 mínútur - Pétur Pétursson í sínum ellefta landsleik 987 mínútur - Birkir Bjarnason í sínum sextánda landsleik 1.131 mínúta - Gylfi Þór Sigurðsson í sínum þrettánda landsleik 1.141 mínúta - Heiðar Helguson í sínum 23. landsleik 1.605 mínútur - Arnór Guðjohnsen í sínum nítjánda landsleik
Styðsta bið eftir sínu öðru landsliðsmarki meðal leikmanna með tíu mörk eða fleiri: 53 mínútur - Tryggvi Guðmundsson í sínum öðrum landsleik 178 mínútur - Ríkharður Jónsson í sínum öðrum landsleik 191 mínúta - Kolbeinn Sigþórsson í sínum þriðja landsleik 203 mínútur - Alfreð Finnbogason í sínum sjöunda landsleik 450 mínútur - Matthías Hallgrímsson í sínum sjötta landsleik 503 mínútur - Eyjólfur Sverrisson í sínum sjöunda landsleik 550 mínútur - Þórður Guðjónsson í sínum níunda landsleik 572 mínútur - Helgi Sigurðsson í sínum þrettánda landsleik 619 mínútur - Ríkharður Daðason í sínum fjórtánda landsleik 716 mínútur - Eiður Smári Guðjohnsen í sínum ellefta landsleik 955 mínútur - Pétur Pétursson í sínum ellefta landsleik 987 mínútur - Birkir Bjarnason í sínum sextánda landsleik 1.131 mínúta - Gylfi Þór Sigurðsson í sínum þrettánda landsleik 1.141 mínúta - Heiðar Helguson í sínum 23. landsleik 1.605 mínútur - Arnór Guðjohnsen í sínum nítjánda landsleik
HM 2022 í Katar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira