Erlent

Mikill eldur á stærstu olíu­birgða­stöð Líbanons

Atli Ísleifsson skrifar
Sjónvarpsstöðin Al Jadeed greindi fyrst frá eldsvoðanum og að mikill hvellur hafi heyrst.
Sjónvarpsstöðin Al Jadeed greindi fyrst frá eldsvoðanum og að mikill hvellur hafi heyrst.

Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun.

Zahrani-stöðin er sú stærsta í landinu, en sjónvarpsstöðin Al Jadeed greindi fyrst frá eldsvoðanum og að mikill hvellur hafi heyrst.

Talsmaður líbanska hersins segir að bensól sé í umræddum tanki. Unnið sé að því að rýma nálæg svæði á meðan reynt er að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að eldurinn nái til nálægra olíutanka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×