Innlent

Undir­búnings­kjör­nefnd kemur saman á opnum fundi í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar þingsins.
Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm

Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi.

Átta hafa nú kært framkvæmdina til nefndarinnar og segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið að um verði að ræða opinn fund sem hefst klukkan 10:30.

Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, mun mæta fyrir nefndina og að sögn Birgis fara yfir „breiðu línurnar varðandi þau stjórnskipulegu viðfangsefni“ sem um ræðir.

Birgir segir einnig í samtali við blaðið að ómögulegt sé að segja til um hversu marga fundi nefndin þurfi að halda til að leysa hnútinn en að til standi að reyna að vinna málið hratt.


Tengdar fréttir

Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg

Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×