Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:31 Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman öðru sinni í dag og fór yfir valdheimildir sínar og verklag. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52
Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01
Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38