Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Snorri Másson skrifar 10. október 2021 19:31 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar, sem kemst að lokaniðurstöðu í kærumálum í Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ber ábyrgð á einni slíkri kæru. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31