Fótbolti

Börnum og ungmennum boðið frítt á landsleik Íslands á morgun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Það voru mörg auð sæti á Laugardalsvelli á föstudag.
Það voru mörg auð sæti á Laugardalsvelli á föstudag. Vísir/Jónína Guðbjörg

Knattspyrnusamband Íslands býður börnum og ungmennum, 16 ára og yngri, á völlinn á leik Íslands og Liechtenstein í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu nú rétt í þessu.

Þar þakkar KSÍ jafnframt þeim sem mættu á leik Íslands og Armeníu síðastliðinn föstudag en mætingin á völlinn var ein sú versta sem sést hefur í langan tíma hjá A-landsliði karla.

Í tilkynningu KSÍ segir að með þessu vilji sambandið reyna að fjölga fólki í stúkunni og koma til móts við stuðningsmenn til að tryggja að leikmenn íslenska liðsins fái sem besta hvatningu úr stúkunni, eins og þeir eigi skilið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×