Erlent

Leikari varð undir leik­mynd og lést

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Atvikið átti sér stað í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu, höfuðborg Rússlands.
Atvikið átti sér stað í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Mikhail Japaridze\TASS via Getty Images

Rússneskur leikari lést þegar hann lenti undir leikmynd sem var látin síga niður á svið í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu. Atvikið átti sér stað þegar verið var að sýna óperuna Sadko í dag.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að andlát leikarans, hins 37 ára gamla Yevgeny Kulesh, sé nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Í yfirlýsingu frá leikhúsinu kemur fram að óperan hafi verið stöðvuð um leið og atvikið átti sér stað og að leikhúsgestir hafi verið beðnir um að yfirgefa sýningarsalinn.

Samkvæmt BBC er talið að Kulesh hafi gengið í ranga átt þegar leikmyndin var látin síga niður, með þeim afleiðingum að hann hafnaði undir henni. Þá er haft eftir leikhúsgestum að fyrst hafi þeir talið að atvikið væri hluti af sýningunni.

Annað hafi þó komið á daginn þegar viðbrögð annarra leikara komu í ljós og einhverjir þeirra fóru að hrópa að hringja þyrfti á sjúkrabíl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.